Bænadagurinn er haldinn árlega fyrsta föstudag í mars og að honum standa kristnar konur úr mörgum kirkjudeildum.
Alþjóðaskrifstofa bænadagsins sendir árlega efni sem unnið hefur verið í einu landi og að þessu sinni kemur það frá Súrínam.Efni frá Súrínam er “�?ll Guðs sköpun er harla góð�??
Súrínam er lítíð land, hálfu stærra en Ísland, við norðurstönd Suður Ameríku. Flestir búa við ströndina, ennþá er um 94% landsins þakið regnskógi og virka sem ,,lungu jarðar�??. Konurnar leggja áherslu á verndun regnskógarins, verndun sæskjaldbökunnar og áframhaldandi ræktun í landbúnaði. �?ær hafa áhyggjur af námuvinnslu á báxíti og gulli. �?ær biðja þess að þjóðir heims standi við Parísarsáttmálann í loftslagsmálum. En íbúar við ströndina eru í hættu vegna hækkunar sjávar og fækkunar leiruviðartrjáa.
Í Súrínam er ótrúleg fjölbreytni í jurta- og dýraríki og fólk með ólíkan bakgrunn lífir saman í sátt. �?ar ríkir trúfrelsi �?? moskan Keizerstraat stendur við hlið sýnagógunnar Neve Shalom í höfuðborginni Paramaribo. Um helmingur íbúa landsins er kristinnar trúar. Efni bænadagsins eru frásagnir sjö kvenna, en innfædd, önnur afkomandi afrísku þrælanna, þriðja af kínverskum uppruna, fjórða af kreólaættum, fimmta hollensk, sjötta indversk og sú sjöunda frá Indónesíu. �?essar sjö konur gætu táknað konurnar á listaverki Alice Pomstra-Elmont, en þar eru sjö ólíkar konur sem standa saman og vilja vernda og varðveita sköpun Guðs.
Við munum hittast við Safnahúsið kl. 16.30 og hefst þar bænaganga, Ráðhús, Sóli, Sjúkrahús, hafnarsvæði og endað í Landakirkju. Samverustund verður svo í Landakirkju kl. 17.15 þar sem samlesið verður efni frá Súrínam. Kitty og konur úr kirkjukór Landakirkju munu leiða söng. Tekin verða samskot til Hins Íslenska Biblíufélags. Allir, bæði konur og karlar, eru velkomnir í bænagönguna og samveruna í Landakirkju.