Eins og fram kom í síðasta tölublaði hefur Júlíus G. Ingason tekið við ritstjórn Frétta af Ómari Garðarssyni. Við þessi tímamót hefur verið ákveðið að breyta nafni blaðsins í Eyjafréttir. Reglulega hefur gætt misskilnings á nafni Frétta. Eyjafréttir er orðið sterkt vörumerki vegna vefmiðilsins Eyjafréttir.is, sem sama fyrirtæki hefur haldið úti frá árinu 2000. Með nýja nafninu verður öllum misskilningi vonandi eytt, enda varla hægt að finna sterkari tengingu við fréttir úr Vestmannaeyjum en með nafninu Eyjafréttir. Þá hefur útgáfudegi blaðsins verið breytt, úr fimmtudegi í miðvikudag.