Friðarhöfn - spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum
15. nóvember, 2024

Ljósmyndari: Juliette Rowland

Það hefur ekki farið fram hjá Eyjamönnum síðastliðnar vikur að hópur tökufólks hefur verið hér í Eyjum. Um eru að ræða kvikmyndafyrirtækið Glassriver, en þau hafa verið í tökum vegna þáttaseríru sem kallast Friðarhöfn og kemur út á næsta ári.

Glassriver var stofnað árið 2016 með því markmiði að framleiða vandað íslenskt sjónvarpsefni. Síðan þá hefur fyrirtækið verið leiðandi á því sviði. Frá stofnun hefur fyrirtækið skapað um 30 leiknar sjónvarpsseríur og sannað sig á alþjóðavettvangi með sterkar sögur og einstaka íslenska náttúru í bakgrunni. Á þessu ári hefur Glassriver frumsýnt seríur eins og HÚSÓ á RÚV í byrjun árs, SKVÍS yfir páska á Sjónvarpi Símans, og nú ÚTILEGA og SVÖRTU SANDAR. Sú síðastnefnda er önnur sería af vinsælli glæpaþáttaröð sem gerist á suðurlandi og hefur fengið góðar viðtökur um allan heim. Fyrsta sería hefur nú verið seld til yfir 140 landa.

Friðarhöfn – Spennandi glæpasaga frá Vestmannaeyjum

Friðarhöfn er ný glæpaþáttaröð frá Glassriver sem gerist í Vestmannaeyjum. Flestar senur eru teknar upp í Eyjum með 70 manna tökuliði, bæði íslensku og portúgölsku. Einnig fóru nokkrar tökur fram í Portúgal þar sem sagan tengist þaðan. Þegar portúgölsk fiskverkakona og móðir finnst látin í Vestmannaeyjum fyllist samfélagið ótta og eyjaskeggjar velta fyrir sér hver morðinginn gæti verið. Metnaðargjörn rannsóknarlögreglukona í Reykjavík er kölluð til aðstoðar við rannsóknina í bænum, þar sem hún er fædd og uppalin á eyjunni, en þar þarf hún að horfast í augu við eigin fortíð og taka erfiðar ákvarðanir þegar hún kemst að því að sonur hennar gæti mögulega verið viðriðinn málið.

Leikstjóri seríunnar er Arnór Pálmi Arnarson, sem vakti nýlega athygli fyrir Ráðherran, og í aðalhlutverkum fara Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, og frá Portúgal bætist við hinn ein af þekktari leikkonum þar í landi, Maria João Bastos.

Alþjóðleg dreifing og samstarf

Sjónvarp Símans mun sýna seríuna á Íslandi, en í Portúgal mun ríkissjónvarpsstöðin RTP sjá um sýningar. Alþjóðlegi dreifingaraðilinn About Premium Content hefur tekið að sér sölu þáttanna á heimsvísu. Við teljum að áhorfendur um allan heim muni heillast af þessari sterku frásögn sem fléttar saman menningu og náttúru Vestmannaeyja á einstakan hátt.

Andri Ómarsson, framkvæmdastjóri Glassriver:

Andri Ómarsson framkvæmdarstjóri Glassriver segir það lengi hafa verið draumur að koma með verkefni til Vestmannaeyja, en Andri er sjálfur frá Eyjum og reynir að eigin sögn að dvelja þar eins mikið og hann getur með konu sinni og börnum.

,,Það sem einkar ánægjulegt við þetta, er að að serían gerist í Eyjum og bærinn er ekki notaður sem leiksvið fyrir annan bæ eins og svo oft er gert. Af fenginni reynslu hef ég trú á því að verkefnið muni vera frábær auglýsing fyrir eyjuna okkar. Það er gaman að geta skilið eitthvað eftir sig“

Okkar fólk sem vinnur að verkefninu fer í burtu með ótal góðar minningar og vonum við að bæjarbúar geti geti sagt það sama og verði ánægðir með seríuna. Við vorum svo lánsöm að hafa Tangann sem okkar helstu bækistöðvar og eru allir sammála því að útsýnið þar, spegilslétt höfnin og Heimaklettur drottnandi yfir, er alveg einstakt segir Andri að lokum.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja:

Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra Vestmannaeyja og fengum að heyra hvað henni fannst um þetta verkefni og áhrif þess á Vestmannaeyjar.

,,Öll verkefni sem tengjast kvikmyndagerð, stór og smá, þar sem náttúran og fallegt umhverfi Eyjanna er í forgrunni skilar sér í auglýsingu fyrir okkur. Þetta verkefni er mjög stórt og er það jákvætt fyrir „hagkerfi“ okkar Eyjamanna. En það sem þetta verkefni bætir við mörg önnur er að þáttaröðin gerist ekki á óræðnum stað, heldur í Vestmannaeyjum og í þáttunum kemur fram að þar gerist þáttaröðin. Ég tel að sýningin á þáttaröðinni verði mikil bein auglýsing fyrir Vestmannaeyjar og hafi jákvæð áhrif á komu ferðamanna. Það er gríðarlega jákvætt að fá svo verkefni til Eyja. Einnig var tímasetingin á tökunum góð fyrir þá aðila sem eru með gistingu og aðra þjónustu við Glassriver og starfsfólkið, þar sem rólegt er hjá flestum ferðaþjónustuaðilum á þessum árstíma. Vonandi skilar þetta verkefni fleiri svona verkefnum til Eyja.” segir Íris.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst