Í greinargerð með valinu segir svo um “Heimaklettinn” eins og Friðrik er oft nefndur:
Friðrik Erlendur Stefánsson er fyrirliði Íslandsmeistara UMFN 2006. Liðið vann einnig meistara meistaranna sl vetur. Síðastliðið tímabil var án efa ! besta tímabil Friðriks enda hlaut hann viðurkenningu sem Besti leikmað ur Íslandsmótsins 2006, og var valinn í fimm manna úrvalslið mótsins.
Friðrik skilaði 17 stigum að meðaltali og tók um 11 fráköst. Í úrslitakeppni leiddi hann lið sitt til sigurs í Íslandsmóti en hann gerði 14 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni. Friðrik er einnig annálaður sem einn besti varnarmaður deildarinnar og lék stórt hlutverk sem slíkur í meistaraliði. Friðrik var einnig valinn Besti leikmaður UMFN fyrir tímabilið og hann er fastamaður í íslenska landsliðinu og hefur verið einn jafnbesti maður liðsins síðustu árin.
�?að sem af er þessum vetri hefur Friðrik leikið mjög vel og jafnvel betur en síðasta tímabil. UMFN tók þátt í Evrópukeppninni í haust og þar var hann jafnbesti maður liðsins, skoraði rúm 18 stig á leik, tók rúm 10 fráköst, auk þess að skjóta 67% úr skotum af velli og 75% af vítalínunni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst