�?ing Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Eyjum um næstu helgi. Mun það bera yfirskriftina ,,Frjáls þjóð, frjáls markaður og frjálst fólk”. Verða Eyverjar, félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, gestgjafi þingsins.
�?ingið fer fram í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum þar sem stefna SUS, fyrir komandi tímabil, verður mótuð ásamt öflugu málefnastarfi og pallborðsumræðum. Forysta flokksins mun sitja fyrir svörum í pallborðsumræðunum, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir varaformaður, �?löf Nordal innanríkisráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra og Kristján �?ór Júlíusson heilbrigðisráðherra hafa boðað komu sína á á þingið á laugardeginum.