Miðstjórn Frjálslynda flokksins sendi frá sér ályktun um helgina þar sem kemur fram að flokkurinn harmi að samgöngur við Vestmannaeyjar skuli nú vera ú uppnámi eftir dýra hafnargerð, byggða á útreikningum Siglingastofnunar. „Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur skynsamlegt að fá aðra aðila en Siglingamálastofnun til að endurmeta hvernig tryggja eigi traustar samgöngur við Vestmanneyjar, hvort sem það verði gert með hraðskreiðri ferju sem fer á milli Þorlákshafnar og Eyja á einum og hálfum tíma eða með miklum endurbótum á hafnarmannvirkjum og skipi sem ristir grynnra og hentar Landeyjarhöfn.“ Ályktunina má lesa hér að neðan.