Frostrósir hafa sungið inn jólin fyrir Íslendinga undanfarin ár og nú síðustu ár heimsótt fjölda staða á landsbyggðinni við mjög góðar undirtektir. Þetta er mikið ferðalag og talsvert álag á listamenn og aðra sem að þessu koma og því mikilvægt að engar óvæntar uppákomur trufli eða setji strik í ferðaáætlunina. Áætlaðir voru tónleikar í Höllinni í Eyjum þann 7.desember næstkomandi. Skipuleggjendur Frostrósa höfðu fengið stjórnendur Herjólfs til að aðstoða sig vegna tónleikana í Vestmannaeyjum.