Í vetur hafa 30 nemendur setið áfanga um frumkvöðlafræði og nýsköpun í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. �?au skiptu sér í fjóra hópa sem stofnuðu fyrirtæki, þróuðu vöruhugmyndir og viðskiptaáætlanir, seldu hlutabréf og sóttu um styrki. Á meðan sum fyrirtækin hönnuðu vöruhugmyndir, meðal annars í Fab Lab. Skoðuðu aðrir möguleika á að panta frá erlendum birgjum og einbeittu sér á markaðsgreiningu, markaðssetningu og sölu.
�?ll fyrirtækin sendu aðila á frumkvöðlamessu sem var haldin helgina 7. og 8. apríl í Smáralindinni. Tvö fyrirtæki seldu vörur sínar á messunni , eitt tók við forpöntunum og fjórða fyrirtækið kynnti frumgerð af sinni hugmynd. Samtals tóku 120 nemendafyrirtæki þátt í frumkvöðlamessunni.
Í öllum fyrirtækjunum þurftu nemendur að finna fjárfesta og voru með milli 6 og 20 fjárfesta. Fyrirtækin sem voru með vörur í sölu komu út í hagnaði en þar fá fjárfestar aðeins meiri endurgreitt heldur en þeir borguðu upprunalega. Fyrirtækin sem nemendur stofnuðu söfnuðu einnig tugum þúsunda til góðgerðamála eins og Dýrahjálp og Barnaheill.
Ekki tókst allt fullkomlega þannig var ein sendingin lengur á leiðinni og komu vörurnar ekki fyrr en miðvikudaginn eftir messuna. Nemendurnir létu það samt ekki stöðva sig og leyfðu forpantanir á vörunni á messunni og kynntu vöruna. Annað fyrirtæki lenti í því að hönnun þeirra fékk dræmar móttökur og mikilla gagnrýni frá einstaklingum á Eyjunni sem töldu hönnunina hafa neikvæð áhrif á staðalímyndir stelpna og stráka. Nemendur lærðu af því, betrumbættu vöruúrvalið sitt til að koma til móts við óskir tilvonandi viðskiptavini.
Nemendur voru misspenntir fyrir verkefninu í byrjun en öll fyrirtækin stóðu sig með sóma. Nemendur tóku því mjög alvarlega að fara vel með það fjármagn sem þeir voru með og stóðu sig vel. Aðspurðir höfðu nemendur margt jákvætt að segja um frumkvöðlaverkefnið, aðallega að það var krefjandi, fræðandi, uppbyggjandi og skemmtilegra heldur en þeir áttu von á.
Sigrún �?orsteinsdóttir nemandi í áfanganum hafði þetta að segja um hann: �??�?etta var áhugaverður áfangi sem vonandi mun koma manni að gagni seinna meir í lífinu. �?að að vinna með stórum hópi lengi var krefjandi, oftast í skóla hópverkefnum taka þau bara viku. �?etta var heil önn með sama fólkinu. Gaman var að kynnast styrkleikum allra og sjá hvað allir höfðu að gefa fyrirtækinu okkar. Mikilvægt fyrir okkur sem hóp var að hafa gaman, ég vil meina að okkur hafi tekist það þótt að erfiðir kaflar voru auðvitað hjá okkur. En hópurinn minn var duglegur og ég er mjög sátt með hann.�??