Peyjarnir á Vestmannaeyja VE 444 og Bergey VE 544 hafa verið að prófa tvílemba grálúðuveiðar um 50 sjómílur austur af Íslandi. Á Vestmannaey er Elvar Aron Björnsson að leysa af en hann hefur notað tækifærið og búið til stuttmynd um þetta ævintýri. Myndin verður frumsýnd á Sjómannadag 4. júní upp í Höll en hér að neðan má sjá stutt brot úr myndinni.