Veistu hvert sjósvalan fer yfir vetrartímann? Langar þig að sjá hvað lundar gera í holunum sínum? Er ritan miskunnarlaust foreldri? Er fýllinn í sérstöku sambandi við Sednu, gyðju hafsins?
Í stuttum fyrirlestri í streymi á netinu sjáum við umfjöllun um þessa og fleiri fugla og skoðum óviðjafnanlega líffræðilega fjölbreytni tegundanna í Eyjum. Fyrirlesari er Rodrigo A. Martinez Catalan en hann er með B.sc. gráðu í umhverfisvísindum og MSc gráðu í endurheimt vistkerfa. Fyrirlesturinn var í streymi frá Safnahúsi Vestmannaeyja í morgun og er aðgengilegt hér að neðan.
Fuglar Vestmannaeyja
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst