Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri búnaður en lög krefja.“
Sl. laugardag kom nýr slíkur búnaður um borð. Um er að ræða fullkominn fjarstýrðan björgunarhring, U-safe, sem staðsettur verður í brú Herjólfs. Björgunarbúnaðurinn virkar á þann veg ef maður fellur fyrir borð, er bjögunarhringnum kastað fyrir borð og stýrt í átt að manninum og svo er honum stýrt til baka. Björgunarhringurinn er rafknúinn, nær allt að 15 km/klst og dugir hleðslan í 40 mínútur. Er Herjólfur fyrsta íslenska skipið sem tekur slíkan búnað í notkun.
„Það er einlæg von okkar að þennan búnað, eins og annan búnað þurfi aldrei að nota. Engu að síður viljum við vera við öllu búin,“ sagði Ólafur kankvís í lokin og hélt glaður út í norðanbálið.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.