Makrílvertíðin kominn á þokkalegt skrið við að landa okkar þriðja túr á þessari rúmri viku síðan við byrjuðum. Makrílinn stækkar og fitnar með degi hverjum. �?etta fór rólega af stað hjá okkur og þurfti nýja trollið smá dekur á dekki áður en það fór að virka sem skyldi og eftir að hann Haraldur frá Hampiðjunni kom með okkur í öðrum túr þá fóru hlutirnir að gerast og við komum inn með 370 tonn af makríl með smá síldar ívafi. En í morgun vorum við aftur mættir til hans Almars og co í löndun hjá Ísfélaginu með 300 tonn af fínasta makríl;) svo líf og fjör í öllum bænum með fullt af fiski og fótbolta peyjum í eyjum yfir og út