Fulltrúar ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum taka heilshugar undir bókun bæjarstjórnar þess efns að rekstri Herjólfs sé best borgið í höndum sveitafélagsins:
�??Bæjarstjórn Vestmannaeyja benti á að hagkvæmast sé fyrir ríkið að láta smíða ferju og semja svo sérstaklega um rekstur hennar. Vestmannaeyjabær lítur á rekstur Herjólfs sem hornstein að innigerð samfélagsins í Vestmannaeyjum. Í raun og veru er ekki nokkur munur á rekstri Herjólfs og rekstri annara kafla vegakerfis Íslendinga. Bæjarstjórn telur því brýnt að rekstur Herjólfs verði ætíð séður sem hluti af þjóðvegakerfi Íslendinga og gjaldtöku og þjónustu verði að hagað í samræmi við þá skilgreiningu.�?á bendir bæjarstjórn á að í fjölmörgum tilvikum hefur rekstur fjölbreyttra málaflokka í nærþjónustu svo sem málefni fatlaðra, rekstur grunnskóla og rekstur heilsugæslu verið fluttur frá ríki til sveitarfélags ýmist með almennum hætti eða sértækum samningum. Slíkt er gert til að tryggja hagsmuni nærsamfélagsins, bæta þjónustu og auka hagkvæmni. Með þetta í huga samþykkir bæjarstjórn Vestmannaeyja að fela bæjarstjóra að rita innanríkisráðherra bréf og óska þar eftir því að samið verði beint um rekstur ferjunnar við Vestmannaeyjabæ.�??
Með því að fá rekstur Herjólfs til sveitafélagsins verður mun auðveldara að sníða hann að þörfum vaxandi ferðaþjónustu, sem og samfélagsins alls hverju sinni. Fulltrúar ferðaþjónustunnar fagna því að bæjarstjóri ætli að hafa forgöngu um þetta mikla hagsmunamál Vestmannaeyjabæjar.