Dagana 13. og 14. nóvember síðastliðinn var haldið landsmót framhaldsskólanema í olíuleitarherminum OilSim. Nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum og í Austur Skaftafellssýslu tóku þátt en Orkustofnun var styrktaraðili mótsins. Skemmst er frá því að segja að liðið The Charlies úr FÍV sigraði en liðið skipa þeir Sæþór Birgir Sigmarsson, Jón Þór Guðjónsson, Sigurjón Gauti Sigurjónsson og Ævar Örn Kristinsson. Í sigurlaun hlutu þeir þátttökurétt á lokamótinu sem fer fram í London 25. til 27. janúar næstkomandi.