�??Ástæður fækkunar starfsfólks á Vestmannaeyjaflugvelli eru að farþegum sem fara um völlinn hefur fækkað mikið síðan Landeyjahöfn opnaði og samgöngur sjóleiðina urðu betri. Nú verða starfsmenn þrír, eða jafnmargir og á flugvöllum með sambærilegan farþegafjölda, t.d. Húsavíkurflugvelli,�?? segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi ISAVIA um þá ákvörðun stofnunarinnar að fækka starfsfólki á flugvellinum.
�??Á síðasta ári fóru rúmlega 19 þúsund farþegar um völlinn en árið 2009 fóru rúmlega 55 þúsund farþegar um hann og voru þá fimm starfsmenn starfandi á vellinum. �?rátt fyrir fækkun starfsfólks mun sama öryggisstigi og þjónustustigi verða viðhaldið á vellinum,�?? bætti hann við.
Fram til þessa hafa fimm starfsmenn séð um björgunar- og slökkviþjónustu og staðið vaktir í flugturninum en nú verða þeir þrír. �??�?að var einn búinn að segja upp þannig að við erum að fækka stöðugildum um eitt á vakt,�?? sagði Ingólfur Gissurarson, umdæmisstjóri og tekur í sama streng og Guðni um að þjónusta og öryggi verði það sama. Og hann segir líka að færri farþegar hafi sín áhrif.
�??�?rátt fyrir færri starfsmenn erum við ekki að draga úr þjónustu við bæjarbúa sem er það sem skiptir máli. Með tilkomu Landeyjahafnar fækkaði flugfarþegum til Vestmannaeyja en það er okkar ósk og von að þeim eigi eftir að fjölga aftur. Og vitum við að viðleitni til þess. Gangi það eftir verður mannahaldi breytt til samræmis við það,�?? sagði Ingólfur.
Hvernig verða vaktir eftir breytinguna? �??Vaktirnar verða þær sömu eftir breytingu þ.e. þjónustan og þjónustutími mun ekki hafa áhrif á farþega til og frá Vestmannaeyjum enda telur fyrirtækið þessar samgönguleið lífsnauðsynlega fyrir Eyjamenn.�??