Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í síðustu viku. Um var að ræða framhald af umræðu á síðasta fundi ráðsins, óskaði ráðið eftir fundi með Vegagerðinni vegna rannsókna á höfninni. Fram kom í svari Vegagerðarinnar að úrvinnsla gagna sé að hefjast og stefnt sé að fundi fljótlega þegar sú vinna er komin af stað. Í niðurstöðu málsins leggur ráðið áherslu á að fundur með Vegagerðinni fari fram ekki seinna en fyrstu vikuna í maí og felur hafnarstjóra að setja niður fundartíma.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst