Fundi með Árna Páli Árnasyni, félagsmálaráðherra, sem fram átti að fara í sal Kiwanis í kvöld klukkan 20.30, hefur verið frestað um óákveðinn tíma þar sem ekki er útlit með að flugfært verði til Eyja í dag. Á fundinum var ætlunin að fara m.a. yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að létta greiðslubyrði og fyrirhugaðar leiðréttingar á höfuðstóli erlendra bílalána.