Að afloknum erfiðum kafla í þróun byggðar í Vestmanneyjum virðist samfélagið nú vera að ná nokkuð stöðugum vexti. Á árunum 1991 til 2007 fækkaði íbúum nánast stöðugt. Þegar upp var staðið var niðurstaðan næstum 20% íbúafækkun. Úr tæplega 5000 niður í rúmlega 4000. Nú virðist hins vegar varanlegri viðspyrnu vera náð og hefur nú fjölgað þrjú ár í röð. Allt útlit er fyrir að fjölgunin í ár verði meiri en jafnvel bjartsýnustu menn þorðu að vona.