„Aðdragandinn er sérkennilegastur. Ýmsir forráðamenn stjórnaflokkanna segja að hér sé „samningaleiðin“ fram komin. Það eru aftur á móti afar sérkennilegar samningaviðræður þegar annar samningsaðilinn, þ.e.a.s. sjávarútvegsfyrirtækin, bæði stór og smá, hafa hvorki fengið tækifæri til að koma að vinnu við útfærslu þessa svokallaða samnings né að semja um nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Binni í Vinnslustöðinni þegar hann var spurður að því hvað honum lítist verst á í frumvörpum ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða, svona fljótt á litið.