Vegna óveðursins sem nú geysar hefur verið ákveðið að aflýsa fyrri ferð Herjólfs en Herjólfur átti að leggja úr höfn nú rúmlega átta. Þá verður athugað með síðari ferð skipsins klukkan 14:00. Vindhraði á Stórhöfða klukkan sjö í morgun var 29 metrar á sekúndu en mestu hviður fóru upp í 38 metra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst