Fyrsta Aglow kvöld ársins
3. janúar, 2024
Aglow fundur verður í kvöld 3. apríl kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Eyjar.net/TMS

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs árið 2024. Fyrsta Aglow kvöld ársins 2024 verður í kvöld 3. janúar kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju.

Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum fram á veginn. Við getum ekki breytt fortíð og framtíðin er ekki örugg. Við höfum aðeins líðandi stund. Þóranna M. Sigurbergsdóttir mun segja frá ferð sem þau hjónin fóru núna í október- nóvember til Keníu þar sem þau hittu marga og eru aðallega að sinna kvennaathvarfi fyrir fátækar og hraktar ungar konur. Jesús Kristur er í dag og í gær hinn sami og um aldir. Hebreabréfið 13.8

Allar konur velkomnar, segir í tilkynningu frá stjórn Aglow. Næstu Aglow fundir; 7. feb, 6. mars , 3. apríl og 1. maí 2024.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst