Árleg rannsóknarferð til líffræðirannsókna í Surtsey var farin á vegum Náttúrustofnun Íslands á dögunum. Farið var út í eynna á mánudag og lýkur ferðinni í dag.
Tiltölulega nýr landnemi
Í samtali við Morgunblaðið segir Olga Kolbrún Vilmundardóttir, líffræðingur sem leiðir hóp vísindamanna í Surtsey, að í ár hafi þar í fyrsta sinn fundist fíflalús. Fíflalús sé tiltölulega nýr landnemi á Íslandi sem hefur áður ekki fundist á Suðurlandi.
Skríða í hersingum upp húsveggi
„Á seinni árum hefur hún breiðst út óðfluga á landsbyggðinni og henni fjölgað sums staðar ótæpilega. Á Austurlandi hefur fíflalús elfst með ólíkindum á örfáum árum en þaðan hafa fyrirspurnir borist í auknum mæli á síðustu árum um þessa svörtu lús sem skríður í hersingum upp húsveggi.“ segir á vef Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst