Karlalið ÍBV hefur aftur leik í Íslandsmótinu í handbolta í dag eftir langt hlé. Mótherjar dagsins eru nágrannar okkar frá Selfossi. Gestirnir eru sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með 15 stig úr 14 leikjum. ÍBV er með 14 stig úr 12 leikjum í áttunda sæti.
Viðureignir þessara liða hafa oft verið líflegar og því engin ástæða til að láta sig vanta á pallana þegar flautað verður til leiks klukkan 18.00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst