Körfuknattleikslið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í dag í A-riðli 2. deildar. Eyjamenn taka á móti HK í gamla sal íþróttamiðstöðvarinnar en leikurinn hefst klukkan 16.00. Eyjamenn, sem löngum hafa þurft að tvískipta leikmannahópi sínum þar sem stór hluti hópsins er í Reykjavík, hafa snúið frá því og tefla nú fram liði nær eingöngu skipað leikmönnum búsettum í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst