Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta heimaleik í dag í Pepsídeild kvenna þegar þær taka á móti Aftureldingu klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum. Stelpurnar byrjuðu Íslandsmótið mjög vel, 0:5 stórsigur á Þór/KA á útivelli sem vakti mikla athygli enda ÍBV nýliði í efstu deild á meðan norðanstúlkum var spáð góðu gengi í sumar. Afturelding lék í úrvalsdeild í fyrra en var í fallbaráttu fram í síðasta leik.