Vegna ölduhæðar er nauðsynlegt að fella einnig niður þriðju ferð Baldurs frá og til Eyja í dag föstudag 30. sept. Einnig er rétt að geta þess að útlitið með fjórðu og síðustu ferð Baldurs í dag er því miður líka slæmt og verður ákvörðun um hana tekin á næstu klukkustundum. Þeir farþegar sem áttu bókað far í þessar ferðir eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs í síma 481-2800.