Galin umræða um niðurstöðu prófkjörs í Suðurkjördæmi
�?að er merkilegt að fylgjast með umræðunni sem sprottið hefur upp í kjölfar prófkjara Sjálfstæðismanna um helgina. Fjölmargir hafa verið með allskyns yfirlýsingar um að niðurstöðum verði að breyta. Fyrirsagnir og upphrópanir um að konum hafi verið hafnað. Niðurstaðan sé áfall fyrir stjórnmálin. Niðurstaðan sé óréttlát. Sjálfstæðisflokkurinn sé karllægur og konur hljóti þar ekki brautargengi og að nauðsynlegt sé að breyta niðurröðuninni til að gæta að jafnræði kynjanna við frágang framboðslistanna. �?essi umræða, hvað varðar niðurstöðuna í Suðurkjördæmi er ekki bara ómálefnaleg heldur er hún á algjörum villigötum.
Samhljóða ákvörðun um prófkjör
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmis ákvað á fjölmennum fundi að haldið skyldi prófkjör til að velja frambjóðendur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, með öllum þeim kostum og göllum sem prófkjörum fylgja. Á þeim fundi fór ég vandlega yfir þá valkosti sem í boði væru, samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins, til að stilla upp á lista og fór ítarlega yfir svokallaða röðun á lista og hvatti til þess að umræða yrði tekin um þá leið. Benti ég sérstaklega á að með þeirri leið væri meiri möguleiki á að hægt væri að horfa til þátta eins og jafnrar dreyfingingar milli kynja, aldurs og mismunandi svæða kjördæmisins, við röðun í sæti en í prófkjöri væri aldrei hægt að tryggja slíka niðurstöðu. �?g benti á að prófkjörum fylgdu ýmsir gallar sem að allir þyrftu að vera meðvitaðir um og sætta sig við ef að sú leið væri farin.
Flestallir sem til máls tóku töluðu gegn leið röðunar, sem að ég opnaði umræðu um. Bæði karlar og konur, ungir sem eldri, stuðningsmenn sitjandi þingmanna og fylgjendur nýrra frambjóðenda. Nær allir sögðu að besti kosturinn væri prófkjör, það væri lýðræðilegasta leiðin og þá leið skyldi nota til að stilla upp á lista. Á þeim fundi hreyfði enginn þeirra fjögurra sitjandi þingmanna kjördæmisins sem voru á fundinum mótmælum við því að efnt yrði til prófkjörs. Samþykkt var þvi einróma að efna til prófkjörs, með öllum þeim kostum og göllum sem prófkjöri fylgja, og auðvitað hljóta allir sem studdu þá leið að hafa um leið gefið samþykki sitt fyrir því að una glaðir þeirri niðurstöðu sem úr prófkjörinu kæmi, hver sem hún yrði.
Eftir fjölmennt prófkjör, það fjölmennasta sem haldið verður fyrir komandi kosningar þó að horft sé til allra stjórnmálahreyfinga á landinu, liggur niðurstaða fyrir. �?á upphefst mikill söngur af því að niðurstaðan er ekki rétt að mati einhverra og þá á bara að breyta henni!!
Á að breyta niðurstöðu lýðræðislegra kosninga af því að hún er ekki �??rétt�?? að mati einhverra?
�?að er undarlegt lýðræði ef að niðurstaða kosninga er ekki rétt nema að hún sé á einhvern ákveðin veg. Í prófkjörinu höfðu þátttökurétt allir þeir sem voru flokksbundnir eða gerðust flokksbundnir áður en þeir tóku þátt. Yfir 4000 manns frá 15 ára aldri og uppúr, bæði konur og karlar tóku þátt og greiddu atkvæði og niðurstöður kosninganna voru algjörlega afgerandi. Samt er nú hrópað á að niðurstöðunni þurfi helst að breyta af því að hún er ekki rétt. Karlmenn hlutu kosningu í þrú efstu sætin og það er, að mati þeirra sem hæst hafa, algjörlega óviðunandi niðurstaða. Talað er um karlaveldi og að konum hafi verið hafnað og jafnvel kallað eftir því að þessum óréttlátu kvenfjandsamlegu niðurstöðum verði breytt.
Konum í Suðurkjördæmi hefur verið veitt umboð og sýnt traust í prófkjörum
�?að er vert að staldra við og skoða hver staða kvenna hefur verið í Suðurkjördæmi undanfarin ár og hvort réttlátt er, vegna niðurstöðu prófkjörs nú, að kyngera niðurstöðuna og láta að því liggja að niðurstaðan hafi einungis orðið til vegna kynferðis framjóðenda og að konum hafi verið hafnað vegna kynferðis.
�?rjár konur í fjórum efstu sætunum 2009
Fyrir alþingiskosningar 2009 var stillt upp á lista með prófkjöri í Suðurkjördæmi. Niðurstaða þess prófkjörs var sú að konur skipuðu 3 af fjórum efstu sætum listans. Ragnheiður Elín í fyrsta sæti, Árni Johnsen í öðru sæti, Unnur Brá í þriðja sæti og Íris Róberts í fjórða sæti. Engin átök eða umræður urðu í kjölfar þessarar niðurstöðu og ekkert var talað um að körlum hafi verið hafnað eða að á þá hallaði. Í ljósi umræðunnar nú þá er einnig rétt að rifja upp að engum datt í hug að þessar ágætu konur hafi verið kjörnar vegna þess að þær voru konur. �?ær voru kjörnar vegna þess að kjósendur treystu þeim og vildu veita þeim umboð sitt til starfa á alþingi. �?etta var einfaldlega vilji fólksins. Niðurstaða lýðræðislegs prófkjörs.
Konur í tveimur efstu sætunum 2014
Fyrir kosningarnar árið 2014 var einnig efnt til prófkjörs til að stilla upp á lista í Suðurkjördæmi og niðurstaðan varð sú að konur skipuðu tvö efstu sætin og karlar þau næstu tvö þar á eftir. Ragnheiður Elín í fyrsta sæti, Unnur Brá í öðru sæti, Ásmundur Friðriks í þriðja sæti og Vilhjálmur Árna í því fjórða. Ekki kallaði þessi niðurstaða á neina neikvæða umræðu þó að konur skipuðu tvö efstu sætin og karlar kæmu þar á eftir. Ekki dettur mér til hugar að þessar ágætu konur hafi verið kjörnar á ný vegna þess að þær voru konur. �?ær hljóta einfaldlega að hafa verið endurkjörnar vegna þess að kjósendur voru ánægðir með þær og þeirra störf og vildu veita þeim umboð sitt á ný til starfa á alþingi. �?etta var einfaldlega vilji fólksins. Niðurstaða lýðræðislegs prófkjörs.
Hvers vegna náðu sömu konur ekki sama árangri nú? Er líklegt að það hafi verið vegna kynferðis þeirra?
Í prófkjörinu um liðna helgi varð niðurstaða lýðræðislegs prófkjörs sú að karlar hlutu þrjú efstu sætin og konur tvö þau næstu. Páll Magg í fyrsta sæti, Ásmundur Friðriks í öðru sæti, Vilhjálmur Árna í þriðja sæti, Ragnheiður Elín í fjórða sæti og Unnur Brá í fimmta sæti.
Niðurstaðan nú er augljóslega mikill viðsnúningur frá því sem verið hefur í tveimur áðurnefndum prófkjörum og sömu konur og voru á toppnum í þeim hljóta ekki sama fylgi nú og fyrr. �?ær fá einfaldlega ekki endurnýjað umboð kjósenda að þessu sinni og það hvarflar ekki einu sinni að mér að ástæða þess sé að þær eru konur.
�?að er því eðlilegt að spyrja hvort einhver sanngirni í þeirri umræðu sem nú á sér stað um prófkjörið og snýst öll um að konum sé hafnað vegna þess að þær eru konur og kosið sé eftir kynferði. �?að er sérstök ástæða að velta þessu fyrir sér í okkar kjördæmi og líta til þess hvernig raðast hefur á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í undanförnum kosningum.
�?að er sami þverskurður kjósenda sem tekur þátt í prófkjörinu nú og gerði það árin 2009 og 2014. �?essir sömu kjósendur veittu Ragnheiði Elínu og Unni Brá brautargengi 2009 og 2014. Af hverju ættu þeir snúa baki við þeim nú vegna kynferðis þeirra. Er ekki líklegra, í ljósi niðurstöðu undangenginna prófkjara, að þátttakendur í prófkjörinu nú hafi litið til annarra þátta en kynferðis og það hafi ráðið afstöðu þeirra við val á frambjóendum, eins og það örugglega gerði bæði 2009 og 2014. Er líklegt að 2009 og 2014 hafi kjósendur í Suðurkjördæmi valið konur í efstu sætin af því að þær voru konur og hafni þessum sömu konum nú vegna þess að þær eru konur?
Mér finnst þetta algjörlega galin umræða og ég held að það væri gott fyrir formann Landssambands Sjálfstæðiskvenna og aðra þá sem hafa hvað hæst í þessum konsert, við mikinn fögnuð fréttamanna, að líta á staðreyndir um prófkjör Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi undanfarnar kosningar. �?að er falskur tónn í þessari umræðu vegna þess að staðreyndin er sú að kjósendur í prófkjörum Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi hafa ekki síður gefið konum en körlum tækifæri á undanförnum árum. Staðreyndirnar tala sínu máli.
Eitthvað annað en kynferði frambjóðenda hlýtur að hafa ráðið afstöðu meirihluta kjósenda nú líkt og áður þó svo að í þetta sinn hafi karlar náð betri árangri en þær konur sem sömu kjósendur sýndu traust undanfarin 8 ár. Mér finnst það lítilsvirðing við þá rúmlega 4000 kjósendur sem tóku þátt í prófkjörinu að halda því fram að val þeirra hafi fyrst og fremst mótast af afstöðu til kyns frambjóðenda. Slík umræða er áfall fyrir pólitíkina.
Grímur Gíslason
(Greinarhöfundur er formaður stjórnar kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi)