�?mar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta fór á makríltúr með Sigurði VE í sumar og fjallar ítarlega um túrinn í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Hann ræðir við skipverja um lífið á sjónum og rekur ferill þeirra. Hér fyrir neðan má sjá myndirnar sem �?mar tók í túrnum og upphafið af umfjöllun hans.
�?að var vertíðina 1974 að Bergur VE var á loðnuveiðum við Snæfellsnes. �?að var komið undir lok vertíðar og loðnan þung í og erfitt að eiga við hana. Á var hvass álandsvindur og kröpp vindbára. �?að vantaði ekki mikið upp á að fylla, kannski tíu eða tuttugu tonn. �?au voru í pokanum á síðunni og dælt á fullu í forlestina. Tæknin var ekki komin lengra en svo á Leifur Gunnarsson, stýrimaður var á hillu í steisnum, í miðri lestinni og stýrði loðnunni í stíurnar í bak og stjór. Gekk allt að óskum þar til kvika komr undir bátinn stjórnborðsmegin og tók pokann og það sem eftir var af loðnu með sér inn á dekk. Bergur lagðist á hliðina, lunningin á kaf og flæddi inn á mitt dekk og niður um mannopið á lúgunni þar sem Leifur var undir. �?að var ekki um annað ræða en að skella lokinu aftur, skera á pokann til að koma loðnunni út fyrir sem gekk bærilega. Tókst að rétta bátinn af og um leið var Leifi svipt upp. Bar hann sig merkilega vel því hann vissi ekkert hvað var að gerast ofandekks á meðan hann beið einn og yfirgefinn í myrkrinu.
Eins og fjögurra stjörnu hótel
�?etta atvik rifjaðist upp fyrir undirrituðum þegar hann fór makríltúr með Sigurði VE í sumar. Já, þær hafa orðið miklar breytingarnar á fiskiskipaflota Íslendinga á þessum fjórum áratugum. Valinn var besti árstíminn, besta veðurspáin og stærsta skipið. Ekki var kjarkurinn meiri. �?egar hugmyndin um að blaðamaður færi túr á Sigurði kviknaði, var haft samband við Eyþór Harðarson, útgerðarstjóra Ísfélagsins sem strax leist vel á. Hann setti mig í hendurnar á Pétri Andersen, yfirstýrimanni sem tók blaðamanni af ljúfmennsku. �?egar spurt var um búnað til að taka með sér nefndi blaðamaður strax rúmföt en Sigurður er eins og fjögurra stjörnu hótel, uppbúnar kojur og sérklefi með sjónvarpi, sturtu og klósetti. �?ðru vísi mér áður brá og talandi um galla sagðist Pétur redda stígvélum og var það þegið. Til vonar og vara var tekinn með tannbursti og tannkrem og föt til skiptanna.
Logn og blíða
�?að var ræs klukkan eitt eftir hádegi miðvikudaginn 22. júlí og veðrið eins fallegt og það getur orðið, sól og nánast logn. Var mættur fyrstur og fékk frú �?orsteinu til að taka mynd af kallinum við landganginn. Sigurður er stór í öllum samanburði og vel útbúinn til að takast á við erfið veður á Íslandsmiðum. Kallarnir fóru að tínast um borð og tveir tóku synina með, Pétur tók soninn Willum og �?orbjörn hann Jökul sinn. Pétur tók að sér barnapíustarfið og var blaðamaður með í þeim pakka. Ekki veitti af því hætturnar eru margar fyrir ókunnuga um borð í skipi eins og Sigurði. Hörður Már Guðmundsson, skipstjóri, mætti tímanlega og á tilsettum tíma var mannskapurinn, tíu karlar, mættur. Landfestar leystar og haldið á miðin. Makrílflotinn var dreifður, ýmist 100 mílur austur af Eyjum eða fyrir vestan. Eitt skip var þó á slóðinni við Eyjar, Álsey VE sem einnig er í eigu Ísfélagsins og hafði fengið ágætis afla, um 200 rúmmetra. Veður var gott eins og áður segir en aðeins alda af suðaustri sem hreyfði lítið við því mikla bákni sem Sigurður er.