Gary Martin kemst ekki til Íslands

Gary Martin, framherji ÍBV fær ekki að ferðast til Íslands frá London eins og staðan er í dag. Ástæðan eru hertar reglur í Bretlandi.

Gary Martin hefur dvalið í heimalandi sínu síðustu mánuði en átti að koma til Vestmannaeyja í dag og hefja æfingar með ÍBV.

Enska framherjanum var hins vegar ekki hleypt um borð í vél EasyJet. ,,Var nálægt því að lesa yfir starfsmanni EasyJet, hún vildi að ég færi inn í London til að finna íslenska sendiráðið og koma mér til baka fyrir klukkan 09:00 flugið. Með fjórar töskur með mér,“ skrifar Gary Martin á Facebook.

EasyJet vildi ekki hleypa Martin um borð nema að hann væri með staðfestingu á búsetu á Íslandi. ,,Ég get ekki flogið nema að ég fái staðfestingu um búsetu á Íslandi eða að sendiráðið leyfi mér að fljúga.“

Í samtali við 433.is vonaðist Gary eftir því að komast til landsins í dag, hann væri að bíða eftir bréfi frá sendiráðinu um að hann mætti ferðast til Íslands.

dv.is/433.is greindi frá

Nýjustu fréttir

Elliði fyrir leikinn gegn Dönum
Spáð í spilin fyrir stórleikinn í kvöld á EM
Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.