„Tilgangur Geðlestarinnar er að tala um geðheilsu og leiðir til að viðhalda henni. Við þurfum að huga að geðheilsu allt lífið og hlúa að henni. Geðheilbrigðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni út lífið. Við þurfum að horfa til orsaka frekar en afleiðinga í viðleitni okkar til að bæta líðan fólks. Hvað er það í samfélagsgerðinni sem er gott fyrir geðheilsu okkar og hvað er það sem gerir okkur ekki jafn gott?“ segir Grímur Atlason lestarstjóri og framkvæmdastjóri Geðhjálpar um Geðlestina sem renndi við í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Tilefnið er Gulur september og ferðast Geðhjálp um landið og býður upp á samtal um geðrækt og geðheilsu í bland við tónlist og gleði. Lestin hefur áður farið um landið en þá var áherslan á börn og ungmenni. Núna er ætlunin að hitta sveitarstjórnir, félags- og skólamálayfirvöld annars vegar og almenning hins vegar. Á fimmtudaginn var komið að Vestmannaeyjum.
Fræðandi og skemmtileg kvöldstund
Geðlestin bauð til fundar í Safnaðarheimili Landakirkju og úr varð bæði fræðandi og skemmtileg kvöldstund. Í lokin stigu þeir félagar Emmsjé Gauti og Þormóður á svið og léku nokkur lög til að árétta að geðrækt er líka gleði og skemmtun.
„Við erum eiginlega öll sammála um að geðheilsa skipti miklu máli og að fátt ef ekkert sé mikilvægara en að börnunum okkar líði vel og þau eigi góða ævi. Við viljum líka að öldruðum líði vel og að ævikvöldið verði þeim áhyggjulaust og gott. Vandinn er bara sá að samfélagsgerðin, aukinn hraði og meiri efnis- og einstaklingshyggja færa okkur frá þessum grunnhugmyndum okkar um hvað það er í rauninni sem við viljum mest. Þess vegna er mikilvægt að hittast. Tala saman og skoða hvað hver og einn getur gert til þess að stunda geðrækt og hlúa að sjálfum sér og öðrum í kringum sig,“ sagði Grímur í samtali við Eyjafréttir.
Ábyrgðin hjá okkur öllum
„Auðvitað þurfa stjórnvöld, bæði á ríkis- sveitarstjórnarstigi, að setja velferð á dagskrá og átta sig á mikilvægi hennar, en ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá okkur öllum. Það er okkar að setja málin á dagskrá og skilja hvað það er sem er í rauninni skiptir mestu máli í lífinu. Á síðustu árum höfum við markaðsvætt óheilbrigði – hljómar undarlega en þetta er rauninn. Það eru meiri peningar í óheilbrigði heldur en heilsu. Afleiðingarnar eru þær að áherslan hefur verið á einkenni vandans í stað þess að koma í veg fyrir vandann. Vaxandi vanlíðan í samfélaginu sérstaklega hjá börnum og ungu fólki er birtingarmynd þessa. Öll orkan fer í að leysa vanda barnanna í stað þess að koma í veg fyrir hann. Þessu viljum breyta.“
Hugleiðingar um geðheilbrigðismál
Geðlestin ferðast nú um landið til að opna á þessar hugleiðingar um geðheilbrigðismál. Þau hitta sveitarstjórnir og félags- og skólayfirvöld á hádegisfundum og halda síðan opna fundi fyrir almenning á kvöldfundum.
„Á hádegisfundinum kynnir Geðhjálp ýmsa geðheilsuvísa (mælikvarða), fjallar um mikilvægi geðræktar, hvernig draga megi úr fordómum og mögulegar leiðir til þess að efla forvarnir. Markmiðið er einnig að eiga samtal við heimafólk og hvað helst brennur á því í tengslum við geðrækt og geðheilbrigði.
Kvölddagskráin er aðeins öðruvísi sett upp. Hún hefst á stuttri kynningu á Geðhjálp og starfi samtakanna. Eftir það verður farið yfir mikilvægi reglulegrar geðræktar út lífið og ýmsar leiðir þar nefndar. Við deildum síðan persónulegri reynslu af geðrænum áskorunum og hvernig bata var náð og hvaða verkfæri hafa reynst best. Eftir það er boðið upp á umræður/samtal. Í lokin er alltaf tónlistaratriði með Emmsje Gauti og Þormóði en með því áréttum við til að geðrækt er líka gleði og skemmtun. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir,“ segir Grímur sem er ánægður með aðsókn og viðtökur í Vestmannaeyjum.
Myndir Óskar Pétur.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst