Snorri Jónsson hefur komið víða við á lífsleiðinni. Er Sigfirðingur, lærði rafvirkjun, flutti ungur til Eyja þar sem hann vann í Gúanóinu, var frumkvöðull í gámaútflutningi og var um tíma húsvörður í Grunnskólanum. En í öllu atinu var strengur sem aldrei slitnaði, fitl hans við skáldskargyðjuna sem byrjaði snemma á ævinni. Og hann átti sér draum um ljóðabók en var ekki að fullu sáttur við tilraunina sem hann gerði. Hann átti sér líka annan draum sem hann sér nú rætast í diski sem hann kallar Nornanótt og er kominn út með lögum við kvæði hans.
�??Já, það er rétt að nú er draumurinn að rætast, diskurinn kominn út en það versta við svona er að þá er ekkert eftir til að láta sig dreyma um,�?? segir Snorri sposkur á svipinn þegar rætt er við hann um diskinn. �?ar hafa Sæþór Vídó og Gísli Stefánsson stýrt tökkum, leikið undir og samið lög við kvæði Snorra.
�??�?g er 71 árs gamall Siglfirðingur, flutti til Eyja 1969 með konu og barn,�?? segir Snorri en konan, �?yrí �?lafsdóttir er fædd og uppalin í Eyjum en leiðir þeirra lágu saman fyrir norðan. �??�?li, elsti strákurinn okkar er Siglfirðingur.�??
Og snemma beygist krókur. �??Frá því ég var í barnaskóla hef ég verið að yrkja. �?g var að kveðast á við ömmu sem byggist upp á því að koma með vísu sem byrjar á sama staf og vísa hins endar. �?á þurfti ég stundum að redda mér með eigin kveðskap og ég á vísu sem byrjar á Ð.�??
Snorri segir að þetta hafi þróast hjá sér í gegnum árin. �??Fyrsti textinn minn við lag var fyrir Gautana á Siglufirði 1965. Gautarnir voru vinsælir um allt land og fluttu flest sín lög á íslensku.�??
Snorri hefur ort tækifærisvísur og tilefnin hafa verið mörg og safnið meira en hann hélt. �??Eftir að ég hætti að vinna hef ég verið að fara yfir þetta og taka draslið mitt saman. Og það kemur margt skemmtilegt í ljós og oft var fyrirvarinn ekki langur. �?g hef verið að finna vísur sem ég hef hripað niður á nótur og skýrslu- og skoðunarblöð frá Vinnslustöðinni og Gúanóinu. �?etta var bara þannig, að ég greip næsta blað og skrifaði aftan á það til að muna það sem kom upp í kollinn.�??
Ekki neitar Snorri þegar hann er spurður hvort blautlegar vísur hafi ekki flotið með. Og hann hlær. �??En þær er hvergi að finna á blaði.�??
Er langt síðan þú ákvaðst að gefa út disk með lögum við ljóðin þín? �??Nei en ég ætlaði lengi að gefa út ljóðabók. Lét verða af því en sá strax eftir því af því að hún var ekki nógu vönduð. �?að var svo í 70 ára afmælinu mínu að við Sæþór Vídó fórum að ræða saman. �?að er ár síðan og þá komst þetta á skrið og diskurinn kominn út.�??
Ertu ánægður með diskinn? �??Já. �?g er mjög ánægður og allir sem hafa heyrt hann tala um hvað við eigum flott listafólk. Er í raun alveg hissa á því en enginn er spámaður í sínu föðurlandi.�??
Framundan er svo að koma disknum á framfæri og útgáfutónleikar. �??�?g ætla að dreifa honum í verslanir í Vestmannaeyjum og kannski víðar. �?að þýðir ekkert að setja hann inn á netið, þá fær maður ekkert út úr þessu. �?etta er þó ekki spurning um að græða eitthvað heldur að hafa sem mest upp í kostnað,�?? sagði Snorri að endingu.
�?au komu að gerð disksins:
Söngur: Sunna Guðlaugsdóttir og Sæþór Vídó.
Trommur: Birgir Nielsen.
Bassi: Kristinn Jónsson.
Gítarar: Gísli Stefánsson.
Orgel/Hammond: �?órir �?lafsson.
Trompet: Einar Hallgrímur Jakobsson.
Básúna: Heimir Ingi Guðmundsson.
Saxafónar: Matthías Harðarson.
Bakraddir: Gísli Stefánsson, Jarl Sigurgeirsson, Sæþór Vídó og �?órir �?lafsson.
�?tsetning: Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó.
Hljóðupptaka og -blöndun: Gísli Stefánsson.
Mastering: Finnur Hákonarson.
Platan var tekin upp í Studió Stefson, Skátastykki, Landakirkju og Klettshelli í Vestmannaeyjum.
Áhugasamir um að eignast plötuna geta sett sig í samband við Snorra ( s. 892-2741 ) eða hans afkomendur. Einnig er hún til sölu í verslun Geisla í Vestmannaeyjum.