Þrír félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja fóru við fjórða mann upp Gígjökul og gistu í snjóhúsi í eitt þúsund metra hæð í æfingarferð sem farin var helgina. Farið var á Lunda 1, einum af bílum sveitarinnar á föstudagskvöldi. Lagt var á jökulinn á laugardagsmorguninn og gengið og prílað upp jökulinn fram að kvöldmatarleiti. Þá var mokað snjóhús í hlíðum Eyjafjallajökuls og komið sér vel fyrir og kvöldmatur snæddur. Allt gekk svo að vonum og heim var komið á sunnudaginn. Myndbandið sem hér fylgir tók Sindri Ólafsson.