Á síðustu árum hefur umhverfis- og skipulagsráð skipulagt hreinsunardag sem alla jafna hefur verið haldinn í byrjun maí. �?átttaka hefur verið dræm, en nokkur félagasamtök hafa þó séð um svæði sem þeim er úthlutað og er þeim hér með þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt.
�?etta kemur fram í fundargerð ráðsins í síðustu viku þar sem lögð er áhersla á að mikilvægt sé að auka umhverfisvitund hér í Vestmannaeyjum. �??Í ár mun ráðið því ekki skipuleggja einn sérstakan hreinsunardag, heldur leggur til að við öll, einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök, förum í sameiginlegt átak um að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins með því að hreinsa til á lóðum okkar og nærumhverfi, í gönguferðum eða hvar sem þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Félagasamtök sem vilja taka sín hefðbundnu svæði er að sjálfsögðu heimilt að halda því áfram,�?? segir í þessu ákalli til bæjarbúa.
Átakið hefst þegar í stað og stendur til 7. maí nk. Hægt verður að nálgast poka á opnunartíma Umhverfis -og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 og starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna.
Hreinsun á garðúrgangi og rusli verður í austurbæ 27. til 30. apríl, vesturbæ 1. til 3. maí og miðbæjarsvæði 4. til 7. maí.
Ráðið felur starfsmönnum tæknideildar að kynna átakið, en einnig verður hægt að fylgjast með framvindunni á facebook, undir viðburðinum �??Einn poki af rusli�??.