�?ær Herdís Gunnarsdóttir og Arna Hlín Ástþórsdóttir voru meðal þeirra sjö hjúkrunarfræðinema sem fóru til Zambíu í júlí í hjálparstarf en þar sinntu þær ýmsum störfum í tvær vikur. Blaðamaður heyrði í þeim Herdísi og �?rnu Hlín á dögunum og ræddi við þær um upplifun þeirra af dvölinni.
Aðspurðar út í þær aðstæður sem fólkið bjó við sögðu Arna og Herdís þær hafa verið misgóðar. �??Sumir bjuggu í moldarkofum eða strákofum. Aðrir höfðu aðeins meira á milli handanna og bjuggu í húsum byggð úr múrsteinum, en þau voru þó ekki traustlega byggð. �?að voru borholur og brunnar í sumum hverfunum, fólk gat farið þangað og sótt vatn fyrir sig og sína með því að pumpa því ofan í fötur, svo gekk það heim til sín með föturnar á höfðinu.
Stéttaskiptingin í Livingstone í Zambíu, þar sem við vorum í hjálpastarfinu, var ekki mjög mikil, flestir bjuggu við fátækt. En þegar við fórum sunnar í Afríku, þar sem meira var um hvítt fólk, sáum við greinilega stéttaskiptingu á milli ríkra og fátækra.�??
�?ll umgjörð til fyrirmyndar
En hvernig voru híbýli ykkar á staðnum? �??Aðstaðan var til fyrirmyndar. �?að voru nokkrir saman í herbergi þar sem gist var í kojum. Við höfðum aðgang að sturtu og klósetti. �?rátt fyrir að sturturnar væru yfirleitt kaldar og með nánast engum krafti, þá var þetta mun betra en við bjuggumst við. Við vorum búnar að búa okkur undir það að þurfa að baða okkur upp úr köldu vatni í bala og gera þarfir okkar í holu. Við pökkuðum niður helling af blautþurrkum og klósettpappír sem við þurftum svo ekkert að nota. Einnig höfðum við aðgang að sameiginlegu eldhúsi og ísskáp. �?að var eldað ofan í okkur þrjár máltíðir á dag. Við bjuggumst við að fá þjóðarrétt Zambíu í öll mál sem kallast nshima og er einhvers konar maísgrautur. Raunin varð alls ekki sú en við fengum mjög góðan mat alla ferðina. African Impact eru mjög skipulögð samtök sem halda vel utan um sjálfboðaliðana sína og mælum við eindregið með þessum samtökum ef áhugi er fyrir hjálparstarfi,�?? segja þær Herdís og Arna Hlín.
Einn af hverjum fjórum með HIV
Samkvæmt þeim Herdísi og �?rnu Hlín er einn af hverjum fjórum með HIV í Livingstone. �?ar fá sjúklingar hins vegar ókeypis lyf til að halda sjúkdómnum í skefjum sem kom þeim íslensku nokkuð á óvart. �??�?rátt fyrir að heilbrigðiskerfið sé ekki upp á sitt besta þarna úti þá finnst okkur frábært að fólkið fái HIV lyfin frítt, vegna þess að ef lyfin eru tekin samviskusamlega á hverjum degi þá er hægt að lifa mjög góðu lífi með sjúkdóminn. Okkur fannst einnig mikil vitundarvakning í Livingstone varðandi HIV, það voru plaköt á mörgum stöðum þar sem fólk var hvatt til þess að fara í skimun fyrir HIV.�??
�??Annað sem kom okkur á óvart var það að fólk var alltaf jafn hissa þegar við sögðum því að eitt glas af vatni væri langt frá því að vera nægur dagskammtur. �?egar við sögðum þeim að átta glös af vatni á dag gætu lagað svima, höfuðverk og aðra vanlíðan, þá var fólk yfirleitt eins og eitt stórt spurningamerki og oftar en ekki hlógu þau að okkur. �?au höfðu bara enga hugmynd um það hversu mikilvægt það er að drekka vatn.�??
Verkefnin af ýmsum toga
Hvernig gekk hefðbundinn dagur fyrir sig? �??Flesta daga vorum við í heimahjúkrun fyrir hádegi í úthverfum Livingstone. Til þess að komast á áfangastaði vorum við með bílstjóra sem keyrðu okkur þangað á hverjum morgni og sótti okkur svo í lok dags. Okkur var skipt niður í hópa þar sem þrír til fjórir fóru saman í heimahjúkrun í mismunandi hverfi. Í öllum hverfunum starfar svokallaður caregiver sem var túlkur fyrir þá sjúklinga sem skilja ekki ensku. Caregiverinn þekkti sjúklingana og gekk með okkur á milli húsa að hitta þá.�??
Verkefni í heimahjúkruninni voru fjölmörg og fólust m.a. í því að fara heim til fólks og aðstoða það við ýmis heilsufarsleg vandamál. �??Margir voru að glíma við höfuðverk, svima og slappleika vegna lítillar vatnsdrykkju, aðrir glímdu við háþrýsting vegna mikillar saltneyslu. Einnig voru margir með sykursýki og enn aðrir með brunasár vegna þess að öll eldamennska fer fram yfir opnum eldi. Við ýmist gáfum fólkinu verkjalyf, skiptum á sárum, gáfum þeim ráð varðandi almennt heilbrigði og skrifuðum stundum upp á tilvísun fyrir þau á heilsugæsluna ef vandamálin voru af þeim toga að þurfa læknisaðstoð, þaðan var því svo oft vísað á spítala. Ef fólk fékk tilvísun frá okkur þá þurftu þau ekki að borga fyrir heimsóknina á heilsugæsluna,�?? segja þær Herdís og Arna Hlín
Einnig sinntu þær nokkurs konar ungbarnaeftirliti á staðnum sem og öðrum verkefnum sem sneru að börnum. �??Við fórum á heilsugæslu þar sem við vigtuðum ungabörn og léttum undir vinnu hjúkrunarfræðinga með því að aðstoða þá við lífsmarkarmælingar og fleira. Eftir hádegi voru verkefnin í hjálparstarfinu af ýmsum toga ótengd heilbrigðisþjónustu. Verkefnin tengdust því meðal annars að fara í skóla og kenna börnum stærðfræði, lestur og ensku. Einnig fórum við stundum í listasmiðjur þar sem við föndruðum eitthvað skemmtilegt með börnunum. Við kenndum einnig fullorðnu fólki ensku, tókum þátt í sjálfstyrkingarnámskeiði fyrir stelpur og kenndum börnum einnig um mikilvægi þess að viðhalda almennu heilbrigði til dæmis með því að drekka vatn.�??
Erfitt að horfa upp á vesældina
�?að sem stelpunum þóttu erfiðast við dvölina var að sjá vesældina sem fólkið bjó við. �??�?rátt fyrir að vera fárveikt þá geta þau oft og tíðum ekki sótt þá læknisþjónustu sem þau þurftu svo lífsnauðsynlega á að halda. Ástæðan fyrir því er að þau eiga einfaldlega ekki pening fyrir því. Einnig búa sumir langt frá heilsugæslunni og treysta sér ekki að ganga þangað og eiga ekki pening fyrir fari á heilsugæsluna,�?? segja þær Herdís og Arna Hlín.
Oft getur lítil ábending skipt sköpum fyrir fólk eins og raunin var með einn mann sem varð á vegi stelpnanna í heimahjúkrun einn morguninn. �??Við hittum mann sem var í kringum þrítugt. Hann fór að segja okkur frá því að hann væri farinn að sjá illa, við báðum hann um að lýsa því nánar fyrir okkur. �?ví næst spurðum við hann út í vatnsdrykkju og hversu oft hann pissi yfir daginn. Hann sagðist drekka fimm lítra af vatni á dag fyrir klukkan fjögur á daginn, og að hann væri stöðugt að pissa. �?arna var okkur farið að gruna það að hann væri með sykursýki. Við skrifuðum fyrir hann tilvísun á heilsugæslu og sögðum honum að hann þyrfti að fara þangað og fylgja eftir þeim leiðbeiningum sem hann fengi þar, sama hvað það kostaði. Líf hans lægi við. Við sáum til þess að leggja mikla áherslu á það að hann leitaði sér læknishjálpar. �?etta gerðist síðasta morguninn okkar í hjálparstarfinu. Eftir að við komum heim höfðum við samband við aðila í Zambíu sem sér um hjálparstarfið og sagði hann okkur að þessi tiltekni maður hafi verið greindur með sykursýki og væri nú kominn í meðferð við henni. Við höfðum ekkert þarna nema hverja aðra og það sem við höfum lært, og komum í veg fyrir það að verr færi fyrir þessum manni.�??
�?akklátar fyrir það sem þær hafa
Aðspurðar hvað hafi verið lærdómsríkast við ferðina segjast þær finna fyrir gífurlegu þakklæti. �??Við vitum vel að það er margt í heilbrigðiskerfinu okkar sem má bæta en aðstæðurnar í Afríku eru talsvert verri en hér á Íslandi. Við tókum eftir því að fólkið sem við hittum tók alltaf brosandi á móti okkur alveg sama hversu slæmt það hafði það, einnig var það mjög kurteist. Við lærðum að vinna betur í hópi og fengum aukið sjálfstraust í starfi.�??
Væri áhugi hjá ykkur að fara aftur út í hjálparstarf? �??Við myndum allar vilja fara aftur út í hjálparstarf, alveg hiklaust. Við vorum allar mjög tregar að kveðja hjálparstarfið. Við fengum ómetanlega reynslu og þroskuðumst mikið bæði sem hjúkrunarfræðingar og einstaklingar,�?? segja þær Herdís og Arna Hlín en nú tekur við vinna og skóli hjá þeim. �??Við byrjuðum allar að vinna fljótlega eftir að við komum heim. Nú erum við byrjaðar á okkar fjórða og síðasta ári í hjúkrunarfræðinni, en við útskrifumst í júní 2018. Við getum ekki beðið eftir því að útskrifast, ferðast meira um heiminn og nýta menntun okkar í að aðstoða aðra.�??