Eitt af brýnustu málum Vestmannaeyja er að hingað verði lögð ný neysluvatnslögn, þar sem eina lögnin sem hingað flytur vatn er löskuð. Eyþór Harðarson, Íris Róbertsdóttir, Njáll Ragnarsson og Páll Magnússon voru skipuð af bæjaryfirvöldum í svokallaðan vatnshóp – hóp sem fer með þessi mál fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við tvö fyrst nefndu um málið og spurði þau fyrst um hvort komið sé á hreint hvenær ný lögn verði lögð.
„Mikil vinna hefur verið í gangi sem byggir á viljayfirlýsingunni frá því í apríl. Verkís hefur unnið greiningu og skilað drögum af skýrslu bæði með tillögu um tæknilegar kröfu um vali á nýrri lög NSL4 (almannavarnalögn) og hvernig viðgerð á NSL3.
Föstudaginn 1. nóvember fór af stað formlegt forvalsferli vegna fyrirhugaðra kaupa á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja, NSL-4. Mun forvalið standa yfir til 20. nóvember nk. Að þeim tíma loknum er vonast til að hægt verði að ganga frá formlegum kaupsamningi við þann aðila sem hlutskarpastur verður í forvali. Gert er ráð fyrir að hægt verði að ganga frá bindandi kaupsamningi í desember nk. og að framkvæmdir við lögnina verði eigi síðar en í ágúst 2026.”
Er orðið ljóst hvað ný lögn mun kosta og hvernig kostnaður við hana muni skiptast?
Áætlað er að ný lögn og útlagning á henni geti kostað allt að 2200 milljónir. Ríkið hefur í viljayfirlýsingu gefið loforð um 800 milljónum í þessa almannavarnarlögn. Það sem eftir stendur gætu íbúar og fyrirtæki í Vestmannaeyjum þurfa að greiða í gegnum vatnsgjöld. Það er mat okkar sem eru í forsvari fyrir sveitarfélagið að við teljum það ekki rétt enda um almannavarnarlögn að ræða. Vatnshópur á vegum sveitarfélagsins fylgja eftir með samtali við ríkið frekari aðkomu þeirra að kostnaði við almannavarnalögnina.
Hver er staðan á leiðslunni sem skemmdist?
Samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er hún sú sama og verið hefur. Hún er mikið sködduð en er að flytja vatn. En HS-Veitur ættu að geta gefið betri upplýsingar um stöðuna og hvað hefur verið gert til að tryggja lögnina en betur fyrir veturinn.
Aðspurð um hvort það liggi fyrir kostnaðaráætlun við fullnaðarviðgerð segja þau að það liggi fyrir drög að kostnaðaráætlun og viðgerðarplani frá Verkís. Viðgerðin er mjög flókin og erfitt verður að fara í hana án þess að við séum með varalögn, kostnaður gæti verið á bilinu 1200-1500 milljónir.
Er einhver von um samkomulag um skiptingu kostnaðar á viðgerðinni á NSL3 við Vinnslustöðina?
Nei, því miður hefur VSV ekki vilja ræða neitt annað en þær tryggingabætur sem hafa verið viðurkenndar eru lítil hluti af kostnaðurinn við fyrirhugaða viðgerð. Íbúar og fyrirtæki yrðu þá að greiða mörg hundruð milljónir í mismun með vatnsgjöldum sem við teljum ekki rétt. Eðlilegt er að fyrirtækið greiði raun kostnað við viðgerð á vatnsleyðslunni. Það er ástæðan þess að bæjarstjórn samþykkti að fara dómstólaleiðina sem voru þung skref, en óumflýjanleg.
Spurð hvort hægt sé að framleiða nægt vatn í Vestmannaeyjum fari allt á versta veg með leiðsluna segja þau að í nýrri viðbragðsáætlun um vatnsrof í Eyjum sé farið yfir það hvernig verður brugðist við ef lögnin gefur sig. Það verður ekki til nægt vatn til að halda upp sömu starfsemi og er hér dagsdaglega. En við erum í mun betri stöðu en við vorum fyrir ári síðan. En það hefði miklar afleiðingar ef lögnin færi, segja þau Íris og Eyþór.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst