Á fundi Fræðslu- og menningarráðs Vestmannaeyjabæjar i vikunnni, kynnti leikskólastjóri leikskólans Kirkjugerði, skóladagatal fyrir árið 2012-2013. Setti hann fram tillögu um samtals 9 daga, ýmist heila eða hálfa fyrir skipulags- og námskeiðsdaga og starfsmannafundi. Áður hafði þessi tillaga verið borin undir stjórn foreldrafélags Kirkjugerðis. Er það skoðun foreldra að fækka þurfi dögum á leikskólanum, sem lokað er. Leikskólinn Sóli mun verða með 4 skipulags- og námskeiðsdaga á næsta skólaári. Til að mæta óskum foreldra og til að gæta jafnræðis milli skóla getur ráðið ekki samþykkt tillögu leikskólastjóra og beinir því til hans að miða fjölda skipulags- og námskeiðsdaga við 4 daga.