Gífurlegur ferðakostnaður
2. desember, 2013
Á vef ÍBV-íþróttafélags kemur fram að ferðakostnaður 2. til 6. flokks félagsins í knattspyrnu eingöngu, sé 17 milljónir króna á ári. �?á á eftir að telja fram ferðakostnað meistaraflokkanna tveggja og síðan handboltans. �?að má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður sé ekki mikið undir 50 milljónum á ári í besta falli. �?arna er eingöngu um að ræða ferðakostnað í handbolta og fótbolta, aðrar íþróttagreinar eins og frjálsar, fimleikar, körfubolti og sund, auk KFS er ekki inni í þessum tölum. Að lang mestu leyti leggst þessi kostnaður á barnafjölskyldur í Eyjum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru áætlaðar 52,7 milljónir í ferðasjóð Íþróttasambands Íslands sem skiptast á milli íþróttafélaga á landsbyggðinni. Eins og gefur að skilja, hrekkur það skammt þegar allt er tekið saman.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst