�??Stundum koma upp í hendurnar á manni tækifæri sem að öllu jöfnu ekki gefast. Fyrir viku síðan var mér boðið að taka þátt í að róa síðasta áfangann í www.polarrow.com,�?? segir Gísli Hjartarson, líkamsræktarfrömuður á Fésbókarsíðu sinni en hann hefur róið flestum meira í róðravélum.
Leiðangurinn var farinn frá Tromsö í Noregi á sérbúnum róðrabát þaðan sem haldið var til Longeyarbyen á Svalbarða, að ísröndinni og þaðan til Íslands með viðkomu á Jan Mayen. Alls um 2000 km róður í Íshafinu. Upphaflega var Gísla boðið að taka þátt í öllum leiðangrinum en sá sér ekki fært að eyða sumringu í það.
�??�?líkt því sem ég sagði þegar mér bauðst þetta fyrst, að taka allan pakkann, þá sagði ég já að þessu sinni um að róa með þeim frá Jan Mayen. En ekki fengust leyfi til að fara til Jan Mayen til að skipta út þeim fjórum sem ætluðu í land . Svo það er búið að blása þetta af og ég naga koddann af svekkelsi – hver vill ekki fara í fimm til sex daga daga törn, róa í 90 mín og hvíla svo í 90 mín til að geta róið aftur i 90 í mín?�?? spyr Gísli.
Á ýmsu hefur gengið í leiðangrinum og í 72 tíma varð áhöfnin að loka sig inni í tveimur rýmum í kolvitlausu veðri. �?á hefur kalið og vosbúð verið all nokkur.
Eins og sjá má á myndinn voru aðstæður oft ekki hagstæðar.
MYND/POLAR ROW
Um leiðangurinn segir á visir.is:
Hópur ræðara undir skipstjórn íslenska ræðarans Fiann Paul hefur hætt við að halda áfram svaðilför sinni til Íslands. Hópurinn hefur verið strandaður á Jan Mayen undanfarna daga og hefur verið tekin ákvörðun um að hætta við leiðangurinn.
Hópurinn lagði af stað frá Tromsö í Noregi þann 20. júlí síðastliðinn og var markmiðið að verða fyrstir manna til að róa yfir Norður-Íshafið í tvær áttir, fyrst frá Tromsö til Svalbarða og svo þaðan til Íslands, nánar tiltekið til Sauðárkróks, en New York Times fjallaði ítarlega um leiðangurinn í gær.
Förin gekk vel framan af og komst hópurinn meðal annars að íshellu Norður-Íshafsins. Með því sló hópurinn heimstmet en enginn hefur róið svo norðarlega, svo vitað sé til.
Eftir það var förinni heitið til Íslands en veðrið setti strik í reikninginn. Illa gekk að hlaða sólarraflöður bátsins vegna þess hve skýjað var dögum saman. �?að gerði það að verkum að rafbúnaður um borð virkaði ekki og var hópurinn meðal annars án leiðsagnartækja.
�??�?g hef aldrei verið jafn blautur og hrakinn í jafn langan tíma,�?? skrifaði Alex Gregory, áhafnarmeðlimur og ólympíumeistari í róðri þann 17. ágúst síðastliðinn. �??�?etta smígur inn að beini og það er enginn leið að komast undan kuldanum.�??
Var því ákveðið að stefna til Jan Mayen og leita skjóls. �?angað skaut norski herinn skjólshúsi yfir áhafnarmeðli en nokkrir þeirra tóku þá ákvörðun um að halda ekki áfram.
Fiann, leiðtogi hópsins, freistaði þess þó að skipta um áhöfn til þess að halda förinni áfram en vegna þess hve fátíðar reglulegar ferðir til og frá Jan Mayen eru reyndist ógerlegt að halda áfram til Íslands.
�??�?g er mjög svekktur yfir því að mér hafi ekki tekist að fá nýja áhöfn,�?? skrifar Fiann á Facebook-síðu hópsins. �??�?rátt fyrir það heppnaðist leiðangurinn mjög vel.�??
Alls ætlaði hópurinn sér að slá tólf heimsmet en þurfa ræðararnir að sætta sig við það að hafa náð öllu nema einu á leiðinni en yfirlit yfir metin má sjá á heimasíðu leiðangursins.
Ekki er víst hvenær hópurinn kemst frá Jan Mayen en vonast er til þess að það verði á allra næstu dögum.