Glæsilegur sigur Eyjakvenna
18. janúar, 2014
Kvennalið ÍBV vann í dag óvæntan sigur á öðru af toppliðum Olísdeildarinnar, Val í Eyjum en lokatölur urðu 23:22. �?hætt er að segja að leikurinn hafi verið leikur tveggja hálfeika því Valur hafði talsverða yfirburði í fyrri hálfleik, komst m.a. sex mörkum yfir en staðan í hálfleik var 10:15. Hins vegar mættu Eyjakonur trítilóðar til leiks í síðari hálfleik, spiluðu frábæra vörn og Dröfn Haraldsdóttir hreinlega lokaði markinu. Enda fór svo að Valur skoraði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik, gegn þrettán mörkum ÍBV, sem spiluðu líklega sinn besta hálfleik það sem af er tímabilsins, í seinni hálfleik.
Leikurinn fór ekki vel af stað fyrir ÍBV. Eftir að staðan var 1:1 tóku gestirnir frá Reykjavík öll völd á vellinum og höfðu nokkuð þægilegt forskot það sem eftir lifði hálfleiksins. Gestirnir virtust ætla fara langt með að klára leikinn undir lok fyrri hálfleik þegar þær komust sex mörkum yfir 8:14 en Eyjakonur skoruðu tvö mörk í röð áður en Valur skoraði síðasta markið og í hálfleik munaði fimm mörkum, 10:15.
�?að sem gerðist svo fer í sögubækurnar sem einn mesti viðsnúningur sem hefur orðið í íslenskum handbolta, hvorki meira né minna. Eyjaliðið kom vægast sagt mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og leikmenn greinilega ekki sáttir með frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvað þjálfarar liðsins, Jón Gunnlaugur Viggósson og Svavar Vignisson sögðu við stelpurnar í hálfleik er óljóst en þó augljóst að það svínvirkaði. ÍBV skoraði hvorki meira né minna en ellefu mörk gegn tveimur mörkum Vals og staðan allt í einu orðin 21:18 og síðari hálfleikur ekki hálfnaður. En við tóku afar spennandi fjórðungur þar sem taugar leikmanna voru þandar til hins ítrasta og bæði lið gerðu fjölmörg mistök í sókn. Í stöðunni 22:20 þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, gekk liðunum ekkert að skora, ÍBV klikkaði t.d. á tveimur hraðaupphlaupum í röð en mark í öðru hvoru þeirra hefði innsiglað sigurinn. En Valskonum gekk ekkert betur, skutu í tréverkið og þau skot sem komu á markið, varði Dröfn einfaldlega. �?eim tókst þó að skora þegar tæpar fimmtán sekúndur voru eftir en það nægði þeim ekki og leikmenn ÍBV fögnuðu að vonum innilega í leikslok. Lokatölur 23:22 og ÍBV aftur komið upp í þriðja sætið.
Næsti leikur er á þriðjudaginn hjá ÍBV þegar liðið sækir Fram heim en þessi tvö lið eru einmitt jöfn að stigum, bæði með 18 stig en ÍBV hefur betur í innbyrðis viðureignum liðanna eftir að hafa unnið Fram 25:20 síðasta haust.
Mörk ÍBV: Vera Lopes 10, Ester �?skarsdóttir 6, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Arna �?yrí �?lafsdóttir 1.
Varin skot: Dröfn Haraldsdóttir 20/1.
Smelltu hér til að sjá fleiri myndir úr leiknum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst