Karlalið ÍBV vann glæsilegan sigur á Selfossi en leikurinn fór fram á heimavelli Selfyssinga. Fyrir leikinn var Selfoss í 2. sæti deildarinnar með 10 stig en ÍBV í því fjórða með 9. Eyjamenn höfðu undirtökin allan leikinn, voru 11:16 yfir í hálfleik og unnu að lokum 26:32. Eftir leiki kvöldsins er ÍBV komið upp í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Víkingur eða 10 og aðeins einu stigi á eftir toppliði Stjörnunnar.