Glæsilegur útisigur hjá stelpunum
26. september, 2012
ÍBV lagði Stjörnuna að velli í kvöld 21:26 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik 13:14 en leikurinn fór fram í Garðabæ. ÍBV byrjaði mjög vel í leiknum og komst m.a. í 7:2 en Stjarnan náði að jafna metin 9:9. Drífa Þorvaldsdóttir sá hins vegar til þess að ÍBV væri yfir í hálfleik með marki undir lok hálfleiksins. Í upphafi síðari hálfleiks setti Florentina Stanciu og vörn ÍBV í lás enda skoraði Stjarnan ekki mark fyrstu tólf mínútur hálfleiksins.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst