Glæsilegur útisigur í Árbænum
25. ágúst, 2013
ÍBV lagði Fylki að velli í dag í Árbænum en lokatölur urðu 0:1 fyrir ÍBV. Markið gerði Víðir Þorvarðarson strax á 16. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki. David James, markvörður ÍBV stóð fyrir sínu í marki ÍBV og gott betur en James var að spila 1000. leikinn á glæsilegum ferli sínum og gat fagnað áfanganum með því að halda hreinu. Að öllum líkindum var ÍBV að tryggja sér sæti í úrvalsdeild með sigrinum en ekkert lið hefur fallið með meira en 21 stig frá því að liðum var fjölgað í 12 í efstu deild.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst