Gleðimarkaður Gleðigjafanna í dag og á morgun
20. mars, 2015
Gleðigjafarnir eru félagsskapur fyrir fatlaða sem eru 18 ára og eldri. �?essi flotti hópur er búinn að vinna hörðum höndum og ætlar nú að bjóða afraksturinn til sölu um næstu helgi þar sem Volcano var áður til húsa.
Í boði verða heimatilbúin páskaegg, heimagerðar kökur, kertaskreytingar og tækifæriskort. Einnig munu Grímur kokkur og Böddabiti leggja þeim lið með sölu á sínum vörum.
Gleðigjafarnir ætla svo að nýta ágóðann í haust og skella sér á fótboltaleik í ensku úrvalsdeildinni.
Taktu þátt í gleðinni föstudaginn 20. mars kl. 14.00 til 18.00 og laugardaginn 21. mars frá 11.00 til 16.00. Heitt á könnunni.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst