Skemmtilegt atvik kom upp þegar karlalið ÍBV í knattspyrnu sigldi með Lóðsinum í Landeyjahöfn á mánudag. Eins og fram hefur komið áttu strákarnir leik gegn Breiðabliki seinna um daginn en komust ekki með Herjólfi þar sem ferðum var aflýst. �?egar lagst var að bryggju tóku menn eftir því að einhverjir leikmenn höfðu ekki haft fyrir því að bera töskurnar sínar sjálfir frá borði. Við nánari athugun kom í ljós að eigendur taskanna voru sjálfir hvergi sjáanlegir á bryggjunni og Lóðsinn þá lagður af stað til baka og kominn fyrir hafnarminni. �?egar haft var samband við skipsverja fundust fjórmenningarnir fyrir rest niðri í vistaverum skipsins þar sem þeir lágu í koju og var þeim skutlað í land hið snarasta. Ekki fylgdi sögunni hverjir áttu í hlut.