Glitský sjást nú ágætlega í Eyjum, líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Sigfús Gunnar Guðmundsson, ljósmyndari tók myndirnar í dag.
Á vef Veðurstofu Íslands er glitskýjum lýst sem fögrum skýjum sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15-30 kílómetra hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu. Glitský myndast þegar það er óvenjukalt í heiðhvolfinu, um eða undir -70 gráður til -90 gráður og eru þau úr ískristöllum eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum.
Í morgun var greint frá því á Vísi að glitský hafi blasað við borgarbúum þegar þeir risu úr rekkju.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst