Búist er við fjölmenni á Þjóhátíð í ár og miðasala gengur vel samkvæmt Herði Orra Grettissyni, formanni Þjóðhátíðarnefndar.
„Það er mikil tilhlökkun. Það er langt síðan síðast og allir bara mjög spenntir. Langtímaveðurspáin í dag er líka mjög góð, það gefur okkur byr undir báða vængi að þetta verði bara stórkostleg Þjóðhátíð.“
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, mánudag.
Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er búið að setja hámark á miðasölu í Dalinn, en samkvæmt því mun fjöldinn verða hámark 25 þúsund manns á hverjum tíma.
Veglegt blað Eyjafrétta með þjóðhátíðarþema kemur út á morgun, 26. júlí. Blaðið er borið út til áskrifenda en fæst einnig í lausasölu í Krónunni, Klettinum og Tvistinum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst