Góð byrjun hjá Eyjamönnum
5. maí, 2013
ÍBV lagði ÍA að velli á Hásteinsvelli í dag 1:0. Eyjamenn spiluðu mjög vel í fyrri hálfleik og komu eflaust mörgum á óvart með lipru spili sínu. Aðeins dró af Eyjaliðinu í síðari hálfleik, Skagamenn náðu betri tökum á sínum leik án þess þó að ná að jafna. Þeir fengu þó sín færi en varnarmenn ÍBV náðu ávallt að bjarga áður en það kom að enska markverðinum David James, sem lék sinn fyrsta leik í Íslandsmótinu í dag.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst