Góð meðmæli með ferð Rib-safari
24. júlí, 2012
Á vefnum Pjattrófur.is er grein eftir Sigrúni Þöll, greinarhöfund á vefnum, þar sem hún lýsir dagsferð sinni til Vestmannaeyja. Ferðin fær mjög góða dóma, sérstaklega ferð með Rib-safari sem hún fór í. „Ég get með sanni sagt að ég mæli algjörlega með þessari upplifun þar sem andrenalínið fer í botn, maður nýtur náttúrunnar og ef þetta er ekki lífið, þá veit ég ekki hvað. Það er tilvalið að bjóða kallinum t.d. í óvissuferð til Eyja, panta svona ferð, fara út að borða og koma svo með síðustu ferðinni heim!“ segir Sigrún Þöll í pistli sínum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst