Það er alltaf gaman að skoða heimasíður hinna ýmsu skipa, sem er á veiðum, vítt og breitt í kringum landið. Heimasíða Huginsmanna er ein af þeim síðum, sem vel er haldið úti og þar birtast oft skemmtilegar fréttir, og ekki síður skemmtileg sjónarhorn á lífið og tilveruna. Í síðustu færslum þeirra Huginsmanna segja þeir að farið sé að styttast í löndun hjá þeim á Reyðarfirði, – skipið sé að verða fullt. En það sé búið að vera leiðinda sjólag hjá þeim, það hafi þó ekki stoppað þá. En fleira er að frétta frá Huginsmönnum.