GV hélt sæti sínu í 1. deild í sveitakeppni í golfi en Eyjamenn unnu síðari viðureign sína í gær gegn Golfklúbbi Akureyrar og sendu norðanmenn um leið niður í 2. deild. Sigurinn var hins vegar naumur, lokatölur urðu 3:2 og réðust úrslitin í síðustu viðureigninni á síðustu holunni.